213. fundurinn
Sameiginlegur jólafundur Alfa-, Eta- og Þetadeildar DKG var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu,
3. desember 2011 kl. 12-14.
59 konur mættu til fundarins, sem var 213. fundur Alfadeildar.
Marta Guðjónsdóttir formaður Alfadeildar setti fundinn og bauð félagskonur velkomnar.
Auður Torfadóttir formaður Etadeildar kveikti á kertum.
Orð til umhugsunar: Vigdís Finnbogadóttir ræddi um mátt orða og gagnsæi íslenskrar tungu. Hún lagði áherslu á að til allra orða skuli vanda, því þau eru áhrifarík, hafa áhrif á bjartsýni og svartsýni. Þegar við fullorðna fólkið erum svartsýn hefur það áhrif á barnssálina. Fyrir hönd barna tekur hún nærri sé svartsýnina á Íslandi. Hún hefur orðtekið dagblöð og segir niðurstöðuna vera dapurlega. Bjartsýni efli til dáða, en svartsýni letji.
Hún vitnaði í vísu eftir Þorstein Valdimarsson
„Að endingu standa sig þeir einir
sem vanda sig,
frá upphafi í því,
sem er innan handar
að standa sig í“.
Hún hvatti til þess að við ræktum okkar garð. Tungumálið er lykill að veröldinni. Margir halda að peningar séu þessi lykill. Hún benti á mikilvægi lesturs vegna þess að lesturinn stýrir öllu okkar vali. Hún sagði frá UNESCO lestrarátaki fyrir konur.
Herdís Egilsdóttir sagði frá bók sinni Sólarmegin, sem fjallar um lífshlaup hennar.
Sigríður Ragna, formaður DKG hélt tölu og þakkaði fyrir daginn og fallegar frásagnir. Hún sagði að þessi fundur markaði spor í söguna, þetta væri í fyrsta skipti sem fleiri deildar halda saman jólafund. Fundurinn væri haldinn á fögrum stað og stemmningin óviðjafnanleg. Hún sagði síðan frá viðburðum á næstunni: Vorþing verður haldið síðustu helgi í apríl á næsta ári í Þjóðmenningarhúsinu. 24.-28.júlí verður þing alþjóðsamtakanna í NY. Hún hvatti til þátttöku í þessum viðburðum. Hún benti á að Sigrún Klara veitir upplýsingar um erlent samstarf fyrir þær sem hafa áhuga á því. Hún lagði til að samtökin safni sérstaklega fjárframlagi fyrir Schools of Africa og lagi fram söfnunarkassa.
Milli atriða sungu félagskonur við undirleik Herdísar Egilsdóttur. Meðal annars var sunginn aðventusálmur hennar.
Guðbjörg Sveinsdóttir formaður Þetadeildar sleit fundi.
Síðast uppfært 14. maí 2017