223. fundur
Fundur Alfadeildar haldinn 29.janúar 2014 í Borgarholtsskóla.
Mættar voru 25 konur á fundinn.
1. Við komuna í Borgarholtsskóla tóku Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari á móti Alfakonum.
2 .Fundur var settur af Maríu Sólveigu Héðinsdóttur formanni.
3. Bryndís bauð hópinn velkomin.
Hanna Björg sagði frá áfanga sem hún setti á stofn í Borgarholtsskóla og kallast kyn. Þar er fjallað um stöðu kynjanna og m.a. hvernig kynin birtast t.d í auglýsingum.
Eftir fundinn voru bornar fram léttar veitingar og Alfakonur áttu saman notalega stund.
Erna Jessen
Síðast uppfært 14. maí 2017