224. fundur

Til baka á fundargerðir 
Aðalfundur Alfadeildar haldinn 29.apríl 2014 að Dugguvogi 9.

Mættar voru 21 konur á fundinn.

1. Fundur settur af formanninum Maríu Sólveigu Héðinsdóttur.

  Kristín Jóhannessdóttir kveikti á kertum.

2.     Formaðurinn  María Sólveig las skýrslu fráfarandi stjórnar.

3.     Uppstillingarnefnd deildarinnar gerði grein fyrir störfum sínum. Fráfarandi stjórn bauð sig fram aftur.

4.     Kjör stjórnar. Stjórnin var endurkjörin með öllum atkvæðum Steinunn Ármannsdóttir var kosin formaður.

5.     Orð til umhugsunar voru sögð af Steinunni Ármannsdóttur sem ræddi um skóla án aðgreiningar.

6.   Mæðgurnar Embla Ágústsdóttir, sem er að ljúka BA prófi í félagsfræði, og Guðrún Hjartardóttir, verkefnastjóri á  skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, sögðu frá reynslu sinni og skólagöngu Emblu á öllum fjórum  skólastigunum; leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Frásögn þeirra var áhrifarík og lét engan  ósnortinn.

7.    Eftir fyrirlesturinn voru bornar fram  léttar veitingar og Alfakonur áttu saman notalega stund.

Fundi slitið

Erna Jessen


Síðast uppfært 14. maí 2017