225.fundur

Til baka á fundargerðir 
225. fundur Alfadeildar haldinn í Hannesarholti 13.september 2014

Á fundinn voru 20 konur mættar.

1.Steinunn Ármannsdóttir formaður bauð fundarkonur velkomnar .
Kristín Jóhannesdóttir kveikti á kertum.

2. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir flutti orð til umhugsunar og fjallaðu um alþjóðaþing DKG í Indianapolis.
Íslenskar konur í alþjóðanefndum samtakanna.

  • Sjöfn var kosin í aðalstjórn samtakanna á þinginu  (2014 - 2018)
  • Constitution: Auður Torfadóttir
  • Mebership: Ingibjörg Jónasdóttir, formaður
  • Educational Exellence: Guðný Helgadóttir
  • Scholarship: Sigríður Ragna Sigurðardóttir
  • Educators Award: Dagbjört Ásgeirsdóttir
  • World Fellowship:Eygló Björnsdóttir
  • European Forum: Kristrún Ísaksdóttir

Tillöga um að birta útdrætti úr greinum Delta Kappa Gamma Bulletin á öðru máli en ensku var vísað til nefndar.

Tillaga um rafræna kosningu í aðalstjórn samtakanna var mikið rædd en ekki samþykkt. Sjöfn sagði frá nokkrum áhugaverðum erindum sem haldin voru á þinginu.

3. Sigrún Jóhannsdóttir Deltadeild flutti erindi um innra starf og markmið DKG. Sigrún mælti með að öðrum deildum DKG væri boðið með á fundi. Sigrún bar upp margar áleitnar spurningar um samtökin og hélt því fram að samtökin væru á niðurleið.  Hún benti á að aðeins 8 ríki í Evrópu eru meðlimir að samtökunum þrátt fyrir 40 ára útbreiðslustarf. Sigrún fékk fundarkonur til að velta fyrir sér fortíð og framtíð samtakanna.

María Sólveig hvatti sér hljóðs og minnti fundarkonur á að hægt væri að fara mismunandi leiðir að markmiðum. Sagði að konur væru að agnúast út í stjórn Alfadeildar og láta í ljós óánægju með ýmislegt sem þeim finnst að betur mætti fara. "Heiðarleiki og umræða er það sem þarf ekki óánægjuraddir í hornum".

Sigrún Klara: Mesta ógnin við samtökin er þegar meðlimir mæta ekki á fundi eða leggja ekkert til málanna.

4. Kristín Jóhannessdóttir flutti hraðfréttir frá fundi framkvæmdaráðs DKG sem haldinn var 6.september. Guðbjörg forseti landsambandsins sagðist vilja koma á fundi í félögum og efla konur. Framkvæmdaráð samþykkti að hækka árgjaldið úr 8000 í 10.000. Landsambandsþing verður haldið í Reykjavík 9 og 10. Maj 2015

5. Fundi lauk með spjalli og léttum hádegisverði.

Erna Jessen - fundarritari


Síðast uppfært 14. maí 2017