226. fundur
TTil baka á fundargerðir
226. fundur Alfadeildar haldinn 23. október 2014
36 konur voru mættar til fundarins.
Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12, í fundarsal Reykjavíkurborgar sem heitir Kerhólar.
Stjórn Alfadeildar ákvað að bjóða til fundarins öðrum deildum DKG í Reykjavík (ETA,Gamma,Kappa og Lambda) og er það í anda þeirrar samþykktar sem gerð var á landsfundi samtakanna þ.e. að auka samstarf milli deilda.
1.Formaður Alfadeildar Steinnunn Ármannsdóttir setti fundinn og bauð fundarkonur velkomnar.
2. Á meðan beðið var eftir fyrirlesaranum var boðið upp á kaffi og meðlæti. Þannig gafst fundarkonum úr fleiri deildum tækifæri til að hittast og spjalla.
3. Menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson kynnti Hvítbók um umbætur í menntun. Ráðherra var með langt og áhugavert erindi um stefnu stjórnar í menntamálum.
Eftir erindið var boðið upp á fyrirspurnir frá fundarkonum sem nýttu sér það. Miklar og skemmtilegar umræður spunnust um Hvítbókina.
4. Ætlunin var að Fanný Gunnarsdóttur námsráðgjafi í Háaleitisskóla kynnti Áfram" verkefnið sem er þróunarverkefni um skil milli
grunnskóla og framhaldsskóla. Þegar hér var komið hafði fundurinn dregist svo mjög á langinn að ákveðið var að fresta Áfram erindinu til janúarfundarins.
Formaður sleit fundi
Síðast uppfært 14. maí 2017