227. fundur

Til baka á fundargerðir
227. fundur Alfadeildar haldinn 27.nóvember 2014 

Fundurinn var haldinn í Hönnunarsafninu í Garðarbæ 27.nóvember 2014 

Á fundinn mættu 23 konur.

1.    María Sólveig Héðinsdóttir varformaður Alfadeildar sett fundinn og kveikti á kertum. 

2.    María flutti fundarkonum kveðjur frá Steinunni Ármannsdóttur formanni sem var fjarverandi vegna veikinda.

3.    í Hönnunarsafninu var sýning á fatnaði og ýmsum fylgihlutum frú Vigdísar Finnbogadóttur. Frú Vigdís leiddi  Alfakonur um safnið og sagði frá ýmsu áhugaverðu sem tengist sýningunni og frá forsetatíð  hennar.

 4.    María Sólveig færði frú Vigdísi rós sem þakklætisvott og lýsti ánægju Alfakvenna með kynninguna.

 5.    Gert var fundarhlé á meðan konur keyrðu sem leið lá í Norræna húsið þar sem snæddur var kvöldverður.

 6.    María Sólveig var með Orð til umhugsunar. María sagði frá nýútkominni bók; Hans Jónatan eftir Gísla  Pálsson.  María er ein af afkomendum Hans Jónatans.

 7.    Alfakonur sátu lengi og spjölluðu og áttu saman notalega stund.

 Fundi slitið.

  Erna Jessen


Síðast uppfært 14. maí 2017