228. fundur

Til baka á fundargerðir 
228. fundur Alfadeildar haldinn 29.janúar 2015

 Fundurinn var haldinn í Fellaskóla. Á fundinn voru mættar 26 Alfakonur 

1.     Formaðurinn Steinunn  Ármannsdóttir  setti fundinn.

2.     Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Fellaskóla var með orð til umhugsunar.  Kristín ræddi Hvítbókina þar sem  kemur fram að árið 2018 eiga allir grunnskólanemar að vera læsir. Kristín sagði að lestrarnám barna eigi að  vera samvinna heimilis, foreldra og skóla og að virðing foreldra fyrir menntun sé mikilvæg. Kristín vill leggja  áherslu á að kenna börnum að tala fallega við aðra, um aðra og skólann sinn.

3.     Verkefnið Menntun núnaí Breiðholti var kynnt af Stefaníu Kristinsdóttur verkefnastjóri verkefnisins. Menntun  núna er tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, aðila vinnumarkaðarins og menntastofnana til  tveggja ára. Markmið Menntunar núna er að hvetja íbúa í Breiðholti  til náms og efla innflytjendur til þátttöku í íslensku samfélagi. Menntun núna býður upp á ýmis konar ráðgjöf og aðstoð. Náms- og starfsráðgjöf, félagsráðgjöf, sáfræði – og lestrarráðgjöf. Einnig námsaðstoð og  túlkaþjónustu.

 Verkefnið býður einnig námsbrautir og námskeið sem miða að því að einfalda fólki að fara aftur í nám og auka  þannig lífsgæði sín. 

4.     Fanný Gunnarsdóttir náms- og starfráðgjafi í Háaleitisskóla sagði frá samstarfsverkefni Ármúla – og  Háaleitisskóla sem hefur að markmiði að koma í veg fyrir brottfall nemenda sem fara úr grunnskóla í framhaldsskóla. Verkefnið nefnist Áfram. Samvinna þessara tveggja skóla hefur staðið yfir í nokkur ár gefið  góða raun. 

5.     Fundi slitið.

 

Erna Jessen

 


Síðast uppfært 14. maí 2017