229. fundur
Til baka á fundargerðir
229. fundur Alfadeildar haldinn 4.júní 2015
Fundur haldinn í Notting Hill, Dugguvogi 9
Mættar voru 24 félagskonur.
1.Formaðurinn Steinunn Ármannsdóttir setti fundinn.
2. Kristín Jóhannesdóttir kveikti á kertum.
3. Orð til umhugsunar voru sögð af Hafdísi Báru Kristmundsdóttur.
Hafdís Bára Kristmundsdóttir ræddi um nemendur sem foreldrar bera á höndum sér. Nemendur sem ekki þurfa að bera ábyrgð á sjálfum sér né framkomu sinni við samnemendur og aðra. Margir foreldrar eru oft of fljótir að grípa inn í þegar börn þeirra lenda í vandræðum eða útistöðum í stað þess að láta börnin sjálf útkljá sín mál.
4. María Solveig Héðinsdóttir sagði frá Markþjálfun.is sem hún stendur að ásamt Ingu Þóru Geirlaugsdóttur. María kynnti tilraunarverkefnið Farsæl nemendaviðtöl sem er jákvæðni sálfræðinnar, sem þær stöllur unnu í Fellaskóla og fengu til þess styrk frá Reykjavíkurborg.. Þær unnu með 18 umsjónarkennurum í Fellaskóla og leiðbeindu um nemendaviðtöl, sjáðu mig viðtöl, þar sem kennari hlustar og segir sem minnst en nemandi hefur orðið. Komin er út skýrsla á vegum Reykjavíkurborgar um farsæl nemendaviðtöl.
5. Steinunn formaður kynnti 5 nýja félaga sem hafa áhuga á að verða teknar inn í haust.
Þær eru:
Erna Jóhannsdóttir fagstjóri í viðskiptafræði í FÁ
Hrund Logadóttir Sérkennslufulltrúi við Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Margrét Reynisdóttir vinnur við fræslustörf hjá ferðaþjónustunni
María Guðmundsdóttir fræðslustjóri hjá ferðaþjónustinni
Petra Bragadóttir Kennslustjóri viðskiptagreina við FÁ
6. Afmælishátíð Alfadeildarinnar.
Sigrún Klara Hannesdóttir hóf máls á afmælisumræðunni. Hún upplýsti að 40 ára afmæli samtakanna er 7. nóvember 2015 og las fyrir okkur bréf frá alþjóðasamtökunum sem tekur af allan vafa um að þessi dagur er sameiginlegur afmælisdagur Landssambandsins og Alfadeildarinnar. Landsambandið var stofnað 2 árum seinna.
Sigríður Ragna sagði að til stæði að stofna nefnd sem á að sjá um undirbúning afmælis landsambandsins. Sigríður hvatti Steinunni til að hafa samband við formann landssambandsins og ræða málið við hana.
Vigdís Finnbogadóttir vill að Alfadeildin taki af skarið og haldi uppá afmæli Alfadeildarinna.
Sjöfn lagði fram tillögu um að Sigrún Klara færi í afmælisnefnd fyrir hönd Alfadeildar. Tillagan var samþykkt.
7. Í lok fundar voru í boði léttar veitingar og gafst félagskonum kostur á að fagna sumarkomunni saman í afslöppuðu andrúmslofti .
Fundi slitið.
Erna Jessen
Síðast uppfært 14. maí 2017