233. fundurinn

Til baka á fundargerðir 
233. fundur Alfadeildar haldinn 16.mars 2016
Fundurinn var haldinn í Austurbæjarskóla. Kristín Jóhannesdóttir sem situr í stjórn Alfadeildar er skólastjóri þar. Mættar voru 24 Alfakonur.
1. Kristín skólastjóri tók á móti Alfakonum og bauð þær velkomnar.
2. María Solveig varaformaður kveikti á kertum.
3. Formaðurinn Steinunn Ármannsdóttir setti fundinn og og minntist Jennu Jensdóttur sem lést 6.mars. Jenna var einn af stofnfélögum DKG á Íslandi 7.nóvember 1976. Steinunn las ljóð eftir Jennu og síðan var 1 mínútna þögn til að minnast hennar.
4. Margrét Sigurðardóttir sagði orð til umhugsunar. Hún greindi m.a. frá grýttri leið sinni til að fá að læra að verða kennari.
5. Gestur fundarins var Arnfinnur Jónsson fyrrv. skólastjóri og formaður hollvinafélags Austurbæjarskóla. Hann sagði frá Austurbæjarskóla og sögu hans. Einnig sagði hann frá hollvinafélaginu og hlutverki þess sem er að fara yfir gamlar skólaminjar.
Þá gekk Arnfinnur með Alfakonum um skólabygginguna og sagði frá mörgu áhugaverðu úr sögu hans.
6. Steinunn minnti á Vorþing DKG 30. Apríl og hvatti konur til að skrá sig.
7. Kaffiveitingar og fundi slitið.

Síðast uppfært 14. maí 2017