235. fundurinn

Til baka á fundargerðir 
235. fundur Alfadeildar og fyrsti fundur veturinn 2016-2017 haldinn laugardaginn 24. september  í  Safnahúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn stóð frá kl. 10.30 til kl. 12.00. Mættar voru 13 konur úr Alfadeild, en 17 boðuðu forföll.

1. Formaður setti fund og bauð félagskonur velkomnar.
2. Varaformaður Guðríður Sigurðardóttir kveikti  á kertum.
3. Formaður sagði frá dagskrá Alfadeildar, en næstu fundir eru fyrirhugaðir 25. október kl. 17.00 í HR, jólafundur 1. desember kl. 18.00 á heimili formanns og 14. febrúar kl. 17.00 í Söngskólanum í Reykjavík. Einnig greindi formaður frá fundi framkvæmdaaráðs DKG, sem haldinn var 10. september og minnti á fréttabréfið, sem gefið er út reglulega, vorþingið á Akureyri 6.-7. maí, félagsgjaldið, sem greiða þarf fyrir 31. október. Hún leitaði samþykkis félagskvenna fyrir því að samtökin taki að sér að halda Evrópuþingið 2019. Einhugur var um það á fundinum og minnt á að nauðsynlegt er að virkja allar félagskonur í undirbúningi. Einnig var minnt á að nauðsynlegt er að tryggja húsnæði í tíma fyrir þær sem mæta til þingsins.
4. Orð til umhugsunar – Steinunn Ármannsdóttir fyrrverandi formaður Alfadeildar flutti orð til umhugsunar og fjallaði um neikvæðar umræður um starf kennara og sagði frá ævistarfi móður sinnar Sigrúnar Guðbrandsdóttur sem var grunnskólakennari. Hún beitti margvíslegum aðferðum í kennslu og hefur verið tekin sem dæmi af Ing vari Sigurgeirssyni í fyrirlestri hans um fyrirmyndarkennara.
5. Ljóð. Formaður las tvö ljóð eftir Óskar Árna Óskarsson.
6.  Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ávarpaði félagskonur, en Safnahúsið er nú hluti af Þjóðminjasafninu eftir sameiningu 2013.
7. Margrét leiddi hópinn í gegnum sýninguna Sjónarhorn, en hún er grunnsýning sem Þjóðminjasafnið vann í samstarfi við systurstofnanir sem eiga allar rætur í húsinu. Það eru stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands , Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands. Hún lýsti því hvernig sýningarstjórinn lagði til ólík sjónarhorn, þannig að stofnanirnar sýnu saman á grundvelli ákveðins þema, en ekki sitt í hvoru lagi. 
8. Önnur mál

 Að loknum fundi fengu fundarkonur sér hressingu á kaffistofu Safnahússins.


Síðast uppfært 14. maí 2017