236. fundurinn

Til baka á fundargerðir   
236. félagsfundur í Alfadeild haldinn í Háskólanum í Reykjavík 25. október 2016 kl. 17.
19 félagskonur mættar, 9 boðuðu forföll. 
 
Í anddyri HR tóku Ari Kristinn Jónsson, rektor, og Málfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður 
Frumgreinadeildar, á móti fundarkonum.
Rektor bauð hópinn velkominn og fór yfir sögu skólans,  sagði frá námsbrautum og ýmsu úr 
skólastarfinu og svaraði spurningum.  Litið var inn í  rannsóknarstofu  verkfræðideildar sem er ólík 
hefðbundinni háskólakennslustofu og þar var fjöldi nemenda við vinnu þótt hefðbundnum 
kennsludegi væri lokið. 
Þá var farið í dómssal Háskólans. Þar setti Ingibjörg Elsa formaður fundinn og Guðríður  varaformaður 
kveikti á kertum. 
Málfríður Þórarinsdóttir sagði frá starfi frumgreinadeildar og svaraði spurningum. Námið er 
aðfararnám að háskólanámi, sett upphaflega af stað í Tækniskóla Íslands fyrir iðnaðarmenn, en er 
núna fyrir fleiri, einkum þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi.  Mjög áhugaverð og fræðandi kynning. 
Önnur mál. 
Formaður ítrekaði að nauðsynlegt væri að greiða félagsgjöldin sem fyrst. Félagið þyrfti að greiða 
alþjóðasamtökunum í næsta mánuði  og í þá greiðslu fer  megin hluti félagsgjaldanna. Eins lagði hún 
áherslu á að tilkynna þyrfti um mætingu á jólafundinn sem verður 1. desember nk. 
Kristín Jóhannesdóttir vakti máls á því að félagið ætti að taka þátt þegar Stofnun Vigdísar 
Finnbogadóttur verður vígð. Vigdís væri félagi í Alfadeild og vel við hæfi að félagskonur yrðu á 
staðnum. 
Sigríður Ragna sagði að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hefði orðið áttræð nýlega og var hún hyllt með 
lófataki. 
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18.35. 
E.P.

Síðast uppfært 14. maí 2017