237. fundurinn
Félagsfundur Alfadeildar nr. 237.
Jólafundur Alfadeildar haldinn 1. desember 2016 á heimili Ingibjargar Elsu formanns kl. 18.
23 félagskonur mættar, 13 boðuðu forföll.
Formaður setti fundinn. Varaformaður kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Nafnakall.
Ritari las markmið og stefnu Delta Kappa Gamma. Formaður bað félagskonur að hugsa um og koma
með hugmyndir um verkefni/áherslur fyrir Alfadeild. Einnig sagði formaður frá því að forseti DKG á
Íslandi hefði lýst eftir hugmyndum að áhugaverðu þema fyrir vorþingið. Sú hugmynd kom fram að
fjalla um kennarastarfið og stöðu kennaramenntunar.
Sigríður Ragna sagði frá störfum erlendra nefnda. Af félagskonum Alfadeildar eru það Sigríður Ragna
ásamt Sjöfn Sigurbjörnsdóttur og Sigrúnu Klöru sem sitja í erlendum nefndum. Sigríður Ragna hvatti
félagskonur til að sækja um setu í erlendum nefndum.
Leynigestur fundarins var Gunnar Helgason rithöfundur. Hann sagði frá síðustu bókum sínum og las
kafla. Skemmtilegur gestur og var honum vel fagnað.
Þá hófst borðhald, lambalæri með rótargrænmeti og bláberjarjóma í eftirrétt, berin tínd af
formanninum. Kaffi og konfekt.
Nokkur jólalög sungin undir stjórn Ástu Valdimarsdóttur. Happdrættisvinningar dregnir út, allar
fundarkonur fengu vinning. Stjórnarkonur lögðu til vinningana. Miðaverðið var innifalið í
þátttökugjaldi og rann óskipt í sjóð Alfadeildar.
Að lokum var litið inn á verkstæði myndlistakonunnar Brynhildar Þorgeirsdóttur, sem einnig var
listakokkur kvöldsins.
Fundi var slitið kl. 21.30.
E.P.
Síðast uppfært 14. maí 2017