238. fundurinn

238. félagsfundur Alfadeildar, haldinn í Söngskólanum í Reykjavík 14. febrúar 2017.  

Fundurinn hófst kl. 17 í tónleikasal skólans, Snorrabúð, og voru 14 félagskonur  mættar. 

Formaður setti fundinn Guðríður Sigurðardóttir kveikti á kertum og Elsa Petersen var með nafnakall. 

Garðar Cortes, skólastjóri, bauð félagskonur hjartanlega velkomnar  ekki síst vegna þess að ein félagskona, Ásta Valdimarsdóttir, væri gamall nemandi skólans. 

Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri, flutti  mjög áhugavert erindi um Söngskólann og starfsemi hans og ljóst er að Garðar Cortes og samstarfsfólk hans hefur lyft grettistaki með stofnun og rekstri  skólans. Nemendur brautskráðir úr skólanum eiga opna leið inn í tónlistarháskóla víða erlendis og margir þeirra hafa fengið lof fyrir dugnað. Ásrún  vakti athygli á því að hægt er að vera styrktarmeðlimur fyrir kr. 2.500 á ári og því fylgir að fá sendar upplýsingar um tónleika á vegum skólans og boðskort á útskriftartónleika.

Nokkrar stúlkur  úr óperuhópi  nemenda, sem sýndu Töfraflautuna eftir Mozart í Hörpu nýlega sungu tvo kafla úr óperunni og fengu dynjandi lófaklapp í þakklætisskyni. 

Glæsilegar kaffiveitingar voru í boði skólans. 

Önnur mál.

Formaður  fór yfir upplýsingar sem hafa borist frá landssambandinu. 

1. Umsóknarfrestur úr ísl. námsstyrkjasjóðnum er til 1. mars 2017.                                                             2. Tilnefningar um The International Achievement Award  fyrir konu sem hefur „starfað mjög vel fyrir samtökin á alþjóðavísu“ þurfa að berast fyrir 1. mars 2017.                                                                                                                                  3. Vefur Evrópuráðstefnunnar í Tallin er kominn í loftið. Opið fyrir bókanir.                                              4. Norska DKG landssambandið býður félagskonum DKG á Íslandi að  sækja þingið 21.-23. apríl nk.                                                                                                                                                                        5.“ Varðandi hlutleysi  félagskvenna“ sem er samantekt um hlutleysi  er komin á vefinn.                        6. Skýrsla um Kvennafrí 2016 er komin á vefinn, DKG styrkti viðburðinn. 

7. Vefur alþjóðasambandsins. Til þess að komast inn á öll svæði vefsins þarf að logga sig inn á vef alþjóðasambandsins. Notendanafn er 6 stafa ID númer, sem kemur fram á félagsskírteini og pappírum frá höfuðstöðvunum. Aðgangsorðið er : dkg2014society. 

8. Landssambandsþingið 6.-7. maí 2017 á Akureyri.  Gammadeild stendur fyrir rútuferð fyrir þátttakendur. Tilboð á hótelherbergjum gildir til 1. mars. 

===

Formaður sagði að gjaldkeri hefði upplýsingar um aðgangsnúmerin og ætlar að spyrja hann um þau og félagsskírteinin en minnst var á að engin félagsskírteini hefðu verið afhent félagskonum lengi.

Formaður beindi því til fundarkvenna að félagskonur sem hafa skipt um húsnæði þyrftu að athuga hvort heimilisfangi hefði verið breytt í félagaskránni. 

Mjög líklega verður Evrópufundur DKG haldinn á Íslandi 2019. 

Sjöfn Sigurbjörnsdóttir þakkaði  formanni fyrir að hafa sinnt eldri félagskonum og sagði að áríðandi væri að þær fengju upplýsingar á blöðum en ekki einungis í gegnum netið.  Einnig minnti hún á  að Þuríður Kristjánsdóttir yrði níræð 28. apríl nk.  Samþykkt var að færa henni blóm í tilefni dagsins.

Ásta Valdimarsdóttir fór með „orð til umhugsunar“. 

Næsti félagsfundur verður haldinn í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti þann 5. apríl nk.              Sennilega kl. 17.30 – 19.00.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi lauk kl. 18.40. 

E.P. 

 

 

 

 


Síðast uppfært 20. feb 2018