240. fundurinn
Fundargerð 240. félagsfundar Alfadeildar.
Haldinn í Veröld Húsi Vigdísar 4. október 2017 kl. 16, 20 félagskonur voru mættar og auk voru tvær gestkomandi.
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, formaður setti fundinn og bauð sérstaklega velkomnar, Málfríði Þórarinsdóttur og Svandísi Ingimundardóttur , en þeim hefur verið boðið að gerast félagskonur í Alfadeild.
Ásta Valdimarsdóttir kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Síðan var nafnakall og fundargerð síðasta félagsfundar, frá 6. apríl 2017, lesin.
Elsa Petersen var með Orð til umhugsunar. Fjallaði hún um framlag Vigdísar Finnbogadóttur til byggingar Veraldar og talaði um mikilvægi tungumálakennslu.
Ragnhildur Guðjónsdóttir gjaldkeri kynnti reikninga deildarinnar. Engar athugasemdir voru gerðar.
Formaður afhenti Vigdísi blómvönd og óskaði henni til hamingju með Veröld.
Tilkynnt var að næsti landsambandsfundur yrði á Egilsstöðum 5. maí nk. Mögulegt væri að fljúga austur að morgni og til baka að kvöldi. Einnig var sagt frá Evrópuráðstefnunni sem verður haldin á Íslandi 2019 og Alþjóðaráðstefnu á næsta ári í Texas.
Formaður minnti á félagskonur á félagsgjöldin og bað um að þau yrði greidd sem fyrst því deildin þyrfti að borga til landssambandsins 10. nóvember.
Valgerður kynningarstjóri Veraldar sagði frá húsinu og fór með hópinn í skoðunarferð. Vigdís sýndi skrifstofuna sína sem er staðsett á efstu hæð hússins. Húsið er ákaflega falleg hönnun og býður upp á marga möguleika. Þar er m.a. til húsa tungumálakennsla Háskóla Íslands.
Að lokum var kaffi. Kostnaður við heimsóknina var 1.500 krónur.
Fundi lauk kl. 17.30.
E.P
Síðast uppfært 20. feb 2018