241. fundurinn
Til baka á fundargerðir
241. félagsfundur Alfadeildar
Haldinn 7. nóvember 2017 kl. 17 í Menntamálastofnun, Víkurhvarfi 3.
14 félagar mættu. Arnór Guðmundsson forstjóri og Hafdís G. Hilmarsdóttir sérfræðingur tóku á móti hópnum.
Formaður setti fundinn. Kveikt var á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Síðan var nafnakall og síðasta fundargerð lesin. Formaður minnti á félagsgjöldin en rúmur helmingur félagskvenna hafa greitt. Nefndar voru 2 konur sem væntanlegar félagskonur; Sigrún Erla tónlistarkennari ásamt fleiru og Fjóla María náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu. Formaður mun senda félagskonum í tölvupósti upplýsingar um þessar konur og ósk um að þeim verði boðið að taka þátt í starfi Alfadeildar.
Guðríður var með orð til umhugsunar. Hún fjallaði um lestur barna og vísindagreinar varðandi lestrarhæfileika, hún vitnaði einkum til Marianne Wolf, bandarískrar vísindakonu, sem hefur rannsakað heilastarfsemi í tengslum við lestur. Guðríður lagði áherslu á að börn læsu bækur og að það væri lesið fyrir þau.
Arnór hélt fræðsluerindi um starfsemi Menntamálastofnunar, sem varð til við sameiningu Námsgagnastofnunar og Námsmatsstofnunar. Stofnunin fær einnig ýmis verkefni frá menntamálaráðuneytinu. Menntamálastofnun er nú 2ja ára og með um 60 starfsmenn.
Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir var með erindi um lestrarverkefnið, en hún er starfmaður í því. Hún greindi m.a. frá lesskilningsprófum sem lögð eru fyrir börn þrisvar á ári til að fylgjast með því hvernig þau tileinka sér læsi. Þetta er gert til að kennarar geti aðlagað kennsluna með viðeigandi hætti á hverjum tíma. Fram kom á fundinum að kennarar hafa verið mjög ánægðir með þessi próf í skólum tveggja félagskvenna, sem sóttu fundinn.
Fundurinn var í alla staði mjög áhugaverður.
Boðið var upp á kaffi, ávexti og kleinur.
Fundi slitið kl. 18.30
Síðast uppfært 20. feb 2018