242. fundurinn

Til baka á fundargerðir 

Haldinn var 242. Félagsfundur Alfadeildar, jólafundur, 5. desember 2017 að Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Fundurinn hófst kl. 18. Mættar voru 23 félagskonur. 

Formaður setti fundinn. Kveikt var á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Nafnakall og síðasta félagsfundargerð lesin.  

Formaður sagði fréttir frá Landssambandi m.a. frá hnappnum Thekkingarbrunnur á vefsíðu dkg.is, þar sem safnað verður saman upplýsingum frá félagskonum um efni, sem þær eru tilbúnar að fjalla um á fundum og ráðstefnum. 

Hún sagði einnig frá því að landssambandsforseti vilji gjarnan veita konum í samtökunum meiri athygli, þegar þær hafa fengið einhverju áorkað t.d. fengið verðlaun eða skrifað greinar og þiggur hún upplýsingar um allt slíkt. 

Forseti hefur óskað eftir því að settar verði inn myndir af öllum félagskonum í félagatal DKG á Íslandi. Alfadeildin hefur haft myndir af flestum, en nú gefst möguleiki á að skipta um myndir og bæta við eftir þörfum. 

 Hún hvatti konur til þátttöku á vorþingi DKG í maí og  greindi hún frá því að tilboð á gistingu á Egilsstöðum gilti til 1.  febrúar. 

Upplestur úr nýútkominni bók eftir Jón Gnarr Þúsund kossar Jóga,  sem fjallar um líf konu hans. Jóga kom á fundinn og las kafla úr bókinni, ásamt því að svara spurningum frá félagskonum. Góður rómur var gerður að heimsókninni. 

Samsöngur sem Ásta Valdimarsdóttir stjórnaði milli atriða. 

Hátíðarkvöldverður frá Veislunni á Seltjarnarnesi var borinn á borð. Lambakjöt, eftirréttur og kaffi. 

Dregið var um 3 happdrættisvinninga.

Önnur mál: Formaður tillkynnti að næsti félagsfundur yrði  1. febrúar 2018. Innsetning nýrra félaga.  

Hún sagði að þau mistök hefðu átt sér stað að aðalfundurinn hefði verið dagsettur á Uppstigningardegi  og lagði til að aðalfundur yrði haldinn 3. maí. Var það samþykkt.

Hún sagði að ekki hefðu borist nein mótmæli  vegna upplýsinga sem sendar voru út til félagskv enna um tvær konur sem stjórn hefur hug á að bjóða í Alfadeildina og verði Fjólu Maríu og Sigrúnu Helgu boðin þátttaka í framhaldinu og vonandi teknar inn á næsta fundi ásamt þeim Málfríði og Svandísi. 

Orðið gefið laust í lokin: 

Sólrún Jensdóttir sagði frá því að dóttir hennar væri nýkomin frá Bangladess þar sem hún sá  hve ömurlegar aðstæður þúsundir Róhingja byggju við í  flóttamannabúðum. Sólrún hvatti félagskonur til að styrkja Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og þá um leið Róhingja. 

Að lokum var samsöngur. 

Fundi lauk kl. 20.30.


Síðast uppfært 20. feb 2018