243. fundurinn

243. félagsfundur Alfadeildar var haldinn 1. febrúar 2018 á heimili formannsins, Ingibjargar Elsu, sem bauð upp á kaffi og pönnukökur. Fundurinn hófst kl. 17. Mættar voru 14 félagskonur.

Formaður setti fundinn og fór yfir dagskrána. Kveikt var á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Síðan var nafnakall og síðasta félagsfundargerð lesin. 

Þá hófst innsetning fjögurra nýrra félagskvenna,  Fjólu Maríu Lárusdóttur, Málfríðar Þórarinsdóttur, Sigrúnar Erlu Hákonardóttur og Svandísar Ingimundardóttur. Innsetningarathöfnin var  með hefðbundnum hætti  Delta Kappa Gamma félagsskaparins. Formaður bauð nýliðana  innilega velkomnar til starfa í Alfadeild Delta Kappa Gamma og undir það tóku viðstaddar félagskonur. 

Eftir innsetninguna minntist Ingibjörg Elsa nýlátinnar félagskonu, Áslaugar Brynjólfsdóttur. Fundarkonur risu úr sætum og vottuðu Áslaugu virðingu með þögn. 

Uppstillingarnefnd fyrir næstu stjórn Alfadeildar hefur verið valin. Þær Steinunn Ármannsdóttir, Erna Jessen og Fanný Gunnarsdóttir tóku verkefnið að sér.  Ný stjórn verður kosin á aðalfundi 3. maí n.k. 

Formaður talaði um vef DKG og lykilorðið. Eins minntist hún á Thekkingarhnappinn og hvatti félagskonur til að setja inn á hnappinn (vefinn) upplýsingar um efni sem þær væru með til að flytja á fundum. 

Formaður sagði frá ungri konu sem óskaði þátttöku í DKG. Hún talaði á vorþingi í Hafnarfirði og var mjög vel látið af erindi hennar og hún fékk góð meðmæli. Formaður sagðist hafa hug á að kynnast henni með það í huga að bjóða henni þátttöku í Alfadeild. 

Hver og ein viðstaddra kynnti sig og gerði grein fyrir námi og störfum sínum. 

Fundi slitið kl. 18.45

E.P. 


Síðast uppfært 20. feb 2018