244. fundurinn
244. félagsfundur Alfadeildar var haldinn 7. mars 2018 hjá VIRK, Guðrúnartúni 1, R. Fundurinn hófst kl. 17 og voru 18 félagskonur mættar.
Vigdís Jónsdótir framkvæmdastjóri VIRK og Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðsmála tóku á móti hópnum.
Ingibjörg Elsa, formaður, setti fundinn. Kveikt var á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Nafnakall og fundargerð síðasta félagsfundar lesin.
Vigdís hélt erindi um starfsemi VIRK sem er mjög merk stofunun sem heildarsamtök vinnumarkaðarins og ríkisvaldið stofnuðu til að tryggja öllum starfsendurhæfingu og stuðla að aukinni virkni vinnumarkaðarins. VIRK hefur náð miklum árangri í endurhæfingarþjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu til að auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði.
Hlutverk VIRK er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum.
Auður leiddi hópinn um vinnustaðinn og skýrði um leið frá ýmsum þáttum starfsins.
Glæsilegar veitingar voru í boði VIRK. Fundi slitið kl. 18.30.
E. P.
Síðast uppfært 30. maí 2018