Fundargerð 4. október 2021

Fyrsti félagsfundur Alfadeildar haustið 2021 var haldinn í nýjum húsakynnum Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut kl. 15.30.

23 konur mættu í norðangarra og kulda.

  • Byrjað var á að setjast að spjalli í kaffihúsinu og fengu flestar sér kaffi og köku.
  • María kveikti á kertunum.
  • Hjördís Kristinsdóttir, foringi í Hjálpræðishernum tók síðan á móti okkur. Sagði hún frá hinni ótrúlega fjölbreyttu og áhugaverðu starfsemi sem fram fer í húsinu og leiddi okkur að því loknu um þetta skemmtilega hús. Hún fékk rós sem þakklætisvott fyrir móttökurnar.
  • Á fundinn mætti Jóna Benediktsdóttir, sem hefur verið lengi í Jótadeild. Hún er nú flutt til Reykjavíkur og hefur beðið um að fá inngöngu í Alfadeild.

    Kristín Axelsdóttir, fundarritari

Síðast uppfært 07. okt 2022