Fundargerð 12. október 2022

Fundur 12. október 2022

Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni.

11 félagskonur mættu á fundinn og  fyrir fundinn hittust Alfa konur á kaffihúsinu Mikka Ref sem staðsett er í Veru, mathöll Grósku.

Vera Dögg Antonsdóttir framkvæmdastjóri Grósku tók á móti hópnum og kynnti starfsemina. Gróska Hugmyndahús er öflugt samfélag nýsköpunar með höfuðáherslu á aðstæður til samskipta og tengsla. Öflug margbreytileg fyrirtæki þróa þar hugmyndir sínar í skemmtilegu umhverfi þar sem jafnframt er byggt upp og þróað samstarf við háskóla á sviði tækniþróunar, rannsókna og nýsköpunar enda er Gróska staðsett við hlið Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Að lokinni kynningu fór Vera með fundarkonum í skoðunarferð um húsið.

 

Ritari: Hrund Logadóttir


Síðast uppfært 22. sep 2023