Fundargerð 14. september 2021

14. september 2021 var fyrsti stjórnarfundur þetta haustið haldinn.

Öll stjórnin mætti.

Á dagskrá var að ræða hugmyndir um vetrarstarfið og leggja drög að dagskrá vetrarins.

Erna sendi síðan út eftirfarandi dagskrá þann 20. september:

Kæru konur í Alfadeild.

Við tökum fagnandi á móti vetrinum og hlökkum til að leggjast í "ferðalög" með ykkur í vetur. Þema vetrarins er einmitt ferðalög. Nú eru allir orðnir leiknir í ýmiss konar ferðalögum; innanhúss og utan. Okkar ósk er að við getum hist og notið samveru og ferðalaga.

Fundir og ferðalög vetrarins verða sem hér segir:

1. Vettvangsferð

Mánudaginn 4. október, kl. 15:30 höldum við að Suðurlandsbraut 72 og heimsækjum ný heimkynni Hjálpræðishersins. Þar fræðumst við um húsið og fjölbreytta starfsemi. Til að njóta stundarinnar enn betur getum við keypt okkur kaffi eða te sopa á kaffiteríunni. 

2.Skemmtiferð á aðventu

Laugardaginn 27. nóv., kl. 12:00 hittumst við á Grand hótel og fögnum komu aðventunnar. Við njótum matar og drykkjar og rithöfundur kemur og les fyrir okkur. Verð á mat liggur ekki alveg ljós fyrir en við munum láta vita um það þegar nær dregur.

3. Fræðsluferð

Miðvikudaginn 9. febrúar 2022, kl. 17:00 munum við heimsækja Borgarskóla og fá áhugaverðan fyrirlestur.

4. Menningarferð

Fimmtudaginn 31. mars, kl. 17:00 munum við fara og heimsækja Hafnarhúsið í Reykjavík.

5.Skoðunarferð og aðalfundur

Fimmtudaginn 5. maí kl. 16:00 leggjum við af stað austur fyrir fjall. Þar munum við halda aðalfund, njóta veitinga og skoða okkur um. Áætlað er að leggja af stað heim aftur um kl. 21:00  Allar frekari upplýsingar munu berast þegar nær dregur.

 

Við í stjórninni vonum að sumarið hafi leikið við ykkur. Það verður gaman að hittast aftur í raunheimum og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. 

Vinátta, hjálpsemi og trúmennska fylgja okkur í ferðalögum vetrarins.

F.h. stjórnar Alfa deildar,

Erna G. Árnadóttir


Síðast uppfært 07. okt 2022