Fundargerð 20. apríl 2021

20. apríl 2021

Félagsfundur haldinn í Alfa deildinni og var það fjarfundur sem hófst kl. 17.  

Rúmlega 20  konur mættu.

Dagskrá:

  • Erna, formaður, setti fund og bauð allar velkomnar. Rakti hún aðgerða-„leysi“ stjórnar frá stjórnarkjörinu. Erna flutti stutta hugvekju og lagði út frá einkunnarorðunum: Vinátta, trúmennska og hjálpsemi og fornkvæðum, ræddi um sorg og tilfinningalæsi í fortíð versus nútíð.
  • Kristín Jóhannesdóttir kveikti á kertum og flutti orð til umhugsunar. Lagði hún m.a. út frá umfjöllun Björns Hjálmarssonar barnageðlæknis um sorg og sorgarviðbrögð barna og fullorðinna og mikilvægi þess að búa börn undir það sem komið getur fyrir í lífi þeirra. Ræddi Kristín einnig um afrekshug og hvernig hann verður best virkjaður með hvatningu, stuðningi og hlýhug.
  • Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir rithöfundur og fyrrverandi framhaldsskólakennari talaði um tilurð bókar sinnar „Aldrei nema kona“  sem kom út í ágúst 2020. Kveikjan að henni var m.a. lífshlaup formóður hennar og líf og örlög kvenna á öldum áður – en þar kom sorgin enn við sögu.
  • Orðið var gefið laust. Ræddu fundarkonur af áhuga um umfjöllun Sveinbjargar og orð Kristínar og Ernu í upphafi fundar.

 Kristín Axelsdóttir fundarritari


Síðast uppfært 07. okt 2022