Fundargerð 20. janúar 2024

Fundur Alfadeildar 20. janúar 2024

Fyrsti fundur ársins var haldinn í Kringlukránni 20. janúar og var það hádegisfundur sem hófst kl. 11:00. Mættar voru samtals 24 félagskonur þar af 7 nýjar félagskonur sem teknar voru inn í deildina þennan dag. Formaður opnaði fundinn, kveikti á kertum og fór yfir dagskrána. Þá fór Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir með Orð til umhugsunar þar sem hún lýsti gildi þess að taka þátt í félagasamtökum, út frá eigin reynslu. Að því loknu ávarpaði Árný Elíasdóttir, landsforseti fundinn en hún tók jafnframt virkan þátt í inntökuathöfninni sem fram fór samkvæmt lögum og reglum félagsins.

Nýir félagar Alfadeildar sem teknir voru inn þennan dag eru:
Aðalheiður Dagmar M. Matthíasdóttir, kennslustjóri sjúkraliðabrautar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Gróa Margrét Finnsdóttir, grunnskólakennari í Álftamýrarskóla.
Hildigunnur Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Hrefna Pálsdóttir, forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík.
Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Kristrún Sigurðardóttir kennslustjóri heilbrigðisgreina í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.

Nýir félagar fengu nælu, rós og skírteini. Félagskonur sungu síðan saman ljóðið Gull og perlur eftir Hjálmar Freysteinsson. Að athöfn lokinni var borinn fram hádegisverður, súpa og salat og gafst góður tími til umræðna og samtala undir borðum. Árný Elíasdóttir, landsforseti fór þá yfir helstu niðurstöður könnunar á vegum félagsins varðandi upplifun félaga í Delta Kappa Gamma af félagsstörfum og störfum í nefndum. Einnig sagði hún frá styrkjum sem í boði er fyrir meðlimi að sækja um.

Hrund fór í lokin yfir starf deildarinnar sem framundan er. Næsta heimsókn er áætluð í Eddu og verið er að kanna með heimsókn í Bandaríska sendiráðið. Aðalfundur verður samkvæmt hefð haldinn í maí. Í lokin fengu Ingibjörg Elsa og Árný afhentar rósir fyrir framlag þeirra á fundinum.

Fundi lauk kl. 13.00

Ritari: Fjóla María Lárusdóttir.


Síðast uppfært 24. feb 2025