Fundargerð 21. maí 2024

 

                                        Aðalfundur Alfadeildar

 Aðalfundur Alfadeildarinnar var haldinn í Veröld húsi Vigdísar þriðjudaginn 21. maí 2024  kl. 16.00.  22 félagskonur mættu á aðalfundinn.

Hrund Logadóttir formaður Alfadeildar setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Fundarstjóri var Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir en Fjóla María Láursdóttir ritaði fundargerð.

Fjóla María Lárusdóttir flutti Orð til umhugsunar og lagði út af mikilvægi virðingar.  

Síðan hófust hefðbundin aðalfundarstörf.

Skýrsla stjórnarinnar

Formaðurinn gerði grein fyrir störfum stjórnar frá síðasta aðalfundi. Stjórnina skipuðu auk, Hrundar, Málfríður Þórarinsdóttir varaformaður, Fjóla María Lárusdóttir ritari og Ragnhildur Guðjónsdóttir meðstjóranandi.  Árný Inga Pálsdóttir er gjaldkeri deildarinnar. Stjórnarfundir á tímabilinu voru 13 og félagsfundir 12 samtals. Hrund gerði nánari grein fyrir félagsfundunum og helstu viðfangsefnum stjórnar. Sjö nýjar félagskonur voru teknar inn í deildina við hátíðlega athöfn í janúar 2024. Hrund minntist félaga Alfadeildar sem féllu frá á tímabilinu.  Gyða Jóhannsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Fósturskólans,  lést þann 24, júlí 2022 og Þóra Unnur Kristinsdóttir, lektor og síðar dósent við Kennaraháskóla Íslands, lést þann 29. apríl 2024. Að lokum þakkaði Hrund fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í stjórn Alfadeildar. Það hefði verið bæði gefandi og fræðandi. Jafnframt þakkaði hún öðrum stjórnarkonum gott, gefandi og skemmtilegt samstarf.

Reikningar lagðir fram.

Árný Inga Pálsdóttir gjaldkeri, fór yfir reikninga deildarinnar sem voru samþykktir athugasemdalaust.

Félagsgjöld

Formaður bar það upp við félagsmenn hvort ástæða væri til að hækka félagsgjöld. Samþykkt var að  félagsgjöld yrðu hækkuð úr  12.000 krónum í 14.000 krónur á ári.

Uppstillinganefnd kynnir tillögur sínar að nýrri stjórn – Kjör stjórnar

Þá var gengið til kosninga á nýrri stjórn Alfadeildar. Sigríður Ragna Sigurðardóttir formaður uppstillinganefndar las upp tillögu nefndarinnar, sem í voru auk hennar þær Kristín Jóhannesdóttir og Erna Jessen,  um nýja stjórn.

Málfríður Þórarinsdóttir, formaður, Fjóla María Lárusdóttir, Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir og Nanna Kristjana Traustadóttir

Þær voru samþykktar af öllum öðrum fundarkonum með handauppréttingu og lófaklappi. Uppstillingnefnd fékk afhentar rósir fyrir vel unnin störf. Ný stjórn tekur við 1. júlí.

 

Önnur mál

-        Málfríður Þórarinsdóttir þakkaði  traust félagskvenna og kvaðst hlakka til samstarfsins. Tímamót eru framundan en þann 7. nóvember 2025 eru liðin 50 ára frá stofun fyrstu deildar, Alfadeildar, DKG á Íslandi. Jóna Hrönn Benediktsdóttir  er í undirbúningsnefnd vegna afmælisins. Málfríður nefndi jafnframt að vonir stæðu til að fyrsti fundur haustsins yrði hjá Bandaríska sendiráðinu.

-        Jóna Hrönn gerði grein fyrir hlutverki afmælisnefndarinnar en hún á að skila inn tveimur til þremur tillögum til landsambandsstjórnarinnar sem tekur svo ákvörðun á framkvæmdarráðsfundi um þær.  Jóna Hrönn hvatti félagskonur til að senda sér hugmyndir í tölvupósti.

-        Spurt var um hvort gögn frá stjórn hefðu farið á Kvennasögusafn Íslands. Ný stjórn tók að sér að kanna það.

Fleira gerðist ekki og var aðalfundi slitið kl. 17.10. Félagskonur nutu svo léttra veitinga og samveru áfram.

                                                                                                                  Reykjavík 21. maí 2024

 

Ritari: Fjóla María Lárusdóttir


Síðast uppfært 24. feb 2025