Fundargerð 22. mars 2022

Félagsfundur Alfa deildar haldinn kl. 17 á sal Borgaskóla í Grafarvogi. Jafndægur á vori voru helgina áður og ekki var laust við að þennan dag örlaði á vori í lofti þ.e. veður var bjart og stillt eftir stöðuga umhleypinga, storma og snjókomu með tilheyrandi erfiðri færð um bæinn sl. mánuði.

Aðeins 6 konur mættu á fundinn. Enn var covid-skrattinn að trufla fundahöld okkar og nokkrar félagskvenna sem boðuðu forföll, voru heima vegna þess að þær voru smitaðar eða þær vildu reyna að forðast smit.

  • Árný Inga, skólastjóri, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna í Borgaskóla.
  • María kveikti á kertunum.
  • Nanna K. Christiansen, sem hlaut íslensku menntaverðlaunin 2021 fyrir verkefnisstjórn  við innleiðingu leiðsagnarnáms í grunnskólum Reykjavíkur, hélt erindi og fræddi fundarkonur um leiðsagnarnám.
  • Árný Inga sagði frá því hvernig leiðsagnanám litar skólastarf í Borgaskóla og farið var um skólann til að anda að sér skólamenningunni.
  • Spjallað var yfir kaffi og kruðeríi í boði Borgaskóla.

    Kristín Axelsdóttir, fundarritari

Síðast uppfært 07. okt 2022