Fundargerð 25. nóvember 2023

Fundur Alfadeildar 25. nóvember 2023

 Síðasti fundur haustsins var hinn hefðbundni jólafundur Alfa deildar. Hann var haldinn að þessu sinni í Hannesarholti þann 25. nóvember sl. Góð mæting var á fundinn en 24 félagskonur sátu hann. Á borðum var fiskréttur og kaffi og konfekt á eftir. Ásta Valdimarsdóttir flutti Orð til umhugsunar og talaði um mikilvægi gleði og hláturs og fór meðal annars með ljóðið Hlátur eftir Guðmund Kristjánsson frá Kirkjubóli. Gestur fundarins var rithöfundurinn Nanna Rögnvaldardóttir en hún las upp úr nýútkominni bók sinni „Valskan“. Góður rómur var gerður að upplestri Nönnu og fékk hún margar skemmtilegar spurningar um bókina og söguna sem þar birtist.

 

Ritari: Hrund Logadóttir


Síðast uppfært 24. feb 2025