Fundargerð 26. nóvember 2022

Fundur 26. nóvember 2022

Jólafundur Alfadeildarinnar var haldinn í Norræna húsinu í hliðarsal veitingastaðarins Sónó þann 26. Nóvember 2022. 23 félagskonur mættu.

Hrund formaður bauð konur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

 Á  borðum var yndislegur vegan réttur, eftirréttur og heitur jóladrykkur. Vigdís Finnbogadóttir las ljóð úr nýútkominni bók, „Ljóðin hennar Vigdísar“, ræddi boðskap ljóðsins og flutti fundarkonum hugleiðingu um málið, orðauðgi þess, mögulegan uppruna og fjölbreytta merkingu orða. Málfríður Þórarinsdóttir var síðan með orð til umhugsunar og lagði út af mikilvægi samverustunda.


Síðast uppfært 22. sep 2023