Fundargerð 27. maí 2021

Vorfundur Alfa deildar haldinn í Kaffi Flóru kl. 17.

Langþráður fundur „in flesh“! Sumar var í lofti, loksins, fyrsti hlýi dagur vorsins, sólin skein og búið að rýmka um fjöldatakmarkanir á samkomur.

Rúmlega 20 félagskonur mættu

  • Erna formaður setti fundinn, bauð allar velkomnar og gladdist yfir þeim langþráða áfanga að geta loks hist. Hún fól Maríu Héðinsdóttur fundarstjórn og skálað var fyrir því að við sæjum fyrir endann á covid.
  • Hrund Logadóttir flutti Orð til umhugsunar og lagði m.a. út frá því hve mikilvægt það væri að kunna að hlusta og að við mættum leggja okkur fram um að tileinka okkur það í meira mæli.
  • Borinn var fram matur, sumarlegt salat.
  • Högni Egils- og Ernuson var leynigestur. Hann birtist og flutti okkur yndislega tónlist undir borðhaldinu.
  • Eftir tónlistarflutninginn bauð María orðið laust og greip Kristín Jóhannesdóttir orðið og gladdist yfir tímamótunum, fundinum og tónlistinni.
  • Setið var áfram fram undir kl. 19.

    Kristín Axelsdóttir fundarritari

Síðast uppfært 07. okt 2022