Fundargerð 27. nóvember 2021

Jólafundur haldinn í upphafi aðventu - á zoom kl. 12:30.

12 konur mættu á fundinn.

Til hafði staðið að halda jólafund á Grand hótel í Rvk. þennan dag en vegna sívaxandi fjölda covid-smita í samfélaginu ákvað stjórnin að breyta fundinum í netfund. Stjórnin ákvað að gefa 30.000 kr til Hjálpræðis­hersins, sömu upphæð og hefði kostað að leigja sal fyrir fundinn. Félagskonur voru einnig hvattar til að gefa hver og ein til styrktar starfsemi Hersins. Margar brugðust við þeirri áskorun.

  • Erna, formaður, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hún fjallaði aðeins um Grýlu og Grýlukvæði sem ort hafa verið í gegnum aldirnar og las upp eitt þeirra.
  • Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur, hélt erindi um bók sína „Bál tímans“ sem kom út í apríl og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir frumlega framsetningu Íslandssögunnar. Hálf öld er liðin síðan fyrstu miðaldahandritunum var skilað til Íslands eftir aldalanga dvöl í Danmörku. Í bók Arndísar er sögu Möðruvallabókar gerð skil út frá öllum tiltækum heimildum en líka ríkulegu ímyndunarafli og Íslandssögunni gerð skil í gegnum sögu bókarinnar. Arndís skilgreinir þessa bók sem „fjölskyldubók“ þ.e. bók fyrir börn og unglinga sem best væri að lesin væri með fullorðnum.
  • Nokkur umræða spannst milli fundarkvenna og Arndísar um bókina.

    Kristín Axelsdóttir, fundarritari

Síðast uppfært 07. okt 2022