Fundargerð 28. febrúar 2023

Fundur 28. febrúar 2023 

Annar félagsfundur Alfadeildarinnar var haldinn í Fjölbrautarskólanum við Ármúla (FÁ). Fundur hófst kl 16:00 og voru og samtals mættu 20 manns, félagskonur og gestir þeirra.

Magnús Ingvason, skólastjóri, bauð gesti velkomna og sagði frá fjölbreyttum nemendahópi í skólanum og fjölbreyttri þjónustu. Í staðnámi eru um 850 nemendur og 1300 í fjarnámi. Um 125 nemendur eru með erlendan bakgrunn og er þeim boðið upp á tungumálanám í tveimur áföngum - inngangsáfanga og taláfanga. Einnig hafa nokkrir fagáfangar verið aðlagaðir að hópnum. Í skólann sækja margir sem aðrir skólar hafa hafnað og sumir koma langt að.

Mörg þeirra sem koma í skólann eru að fást við hindarnir í námi sem koma þarf til móts við. Það þótti umhugsunarvert að skólar í nærumhverfi nemenda gætu ekki veitt þeim þjónustu. Mikil áhersla er lögð á jákvæðan skólabrag og samfélag.

Kristrún Sigurðardóttir og Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir, kennslustjórar kynntu Heilbrigðisskólann þar sem í boði eru átta námsbrautir: Grunnnám heilbrigðisgreina; Heilbrigðisritarabraut; Heilsunuddbraut; Lyfjatæknabraut; Sótthreinsitækni; Sjúkraliðabraut; Tanntæknabraut; Viðbótarnám til stúdentsprófs og Þjónustutæknabraut. Mikil eftirspurn er eftir nemendum af flestum þessara brauta og margir komnir með störf fyrir útskrift. Meðalaldur í námsbrautum er fjölbreyttur og hafa þó nokkrir lokið námi frá skólanum seint á sínum starfsferli, enda ekkert aldurstakmark í raun. Á sjúkraliðabraut og tanntæknabraut hefur verið boðið upp á raunfærnimat sem styttir nám sem nemur færni fólks úr atvinnulífinu. Framtíðin felur í sér auknar áherslur á að fjölga brautum á heilbrigiðissviði og er FÁ í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið um að þróa námsleiðir í takt við framtíðarþarfir.

Magnús leiddi hópinn um kennslurými heilbrigðisskólans og fór yfir aðstöðuna. M.a. var litið inn í sérhannað rými fyrir nemendur á sérbraut þar sem til staðar eru sérhönnuð kennslurými og sundlaug. Aðstaða sjúkraliðabrautar vakti athygli þar sem í sjúkrarúmum lágu hreyfingalausir sjúklingar(æfingadúkkur). Að lokum kom hópurinn saman í rými kennara þar sem boðið var upp á léttar veitingar.

Hrund þakkaði starfsfólki FÁ innilega fyrir kynningarnar og afhenti þeim blóm.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið klukkan 17:45. 

Ritari: Fjóla María Lárusdóttir.


Síðast uppfært 22. sep 2023