Fundargerð 3. október 2023
Fundur Alfadeildar 3. október 2023
Veröld – hús Vigdísar
Kl. 16:30 – 18:00
Hrund, formaður Alfa-deildar opnaði fundinn.
Langt er síðan tekið var inn í deildina og hefur sjö konum verið boðið að kynna sér starfið og ganga í deildina. Sex þeirra mættu á þennan fund.
Hrund kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
1.
Fundurinn hófst á Orðum til umhugsunar sem Sigrún Klara fór með út frá ”Perú-verkefninu”. Tvær sögur sem tengjast því mottói að allir geta hjálpað einhverjum, en enginn getur hjálpað öllum. Sigrún Klara kynntist fjölskyldu í Perú, þar sem eiginmaðurinn vildi ekki stúlkubarn. Þær eru oft gefnar ríkari fjölskyldum þar í landi og gerðar að vinnukonum. Fjölskyldunni fæddist stúlkubarn sem fór heim með Pilar, móður sinni. Sigrún Klara keypti gjöf. Pilar kemur með barnið í heimsókn og segir Sigrúnu Klöru að hún hefði skírt barnið í höfuðið á henni. Þá getur eiginmaðurinn ekki gert barninu neitt því það myndi færa henni skömm. Hún vildi gefa Sigrúnu Klöru gjöf sem var afklippt flétta af henni sjálfri, sem Sigrún Klara sýndi á fundinum. Eftir nokkur ár virðist fjölskyldan horfin. Nema 40 árum seinna fer Sigrún Klara með hópi til Perú. Sigrún segir Daníel, fararstjóra, söguna og Daníel fer af stað og auglýsir eftir nöfnunni, þar á meðal á Facebook. Þar finnst hún.
Þau fara í þorp í Perú. Þar er lítill strákur sem fékk ekki að vera með, því hann var fátækur og bjó hjá afa sínum og ömmu. Eftir ferðina sendir Sigrún Daníel mynd af drengnum og segist vilja styrkja hann ef hann finnst. Hún fær bréf frá honum með þökkum. Í kjölfarið vill Sigrún heyra hvort hægt sé að hjálpa fleirum. Það var hægt og stofnuð voru samtökin Vinir Perú (2007). Meðal annars var safnað fyrir bókasafni, á sjötugs afmæli Sigrúnar. Það varð nóg fyrir 1000 bókum. Sigrún fór ásamt átta öðrum til Perú með töskur fullar af skóladóti og föt (900 kg) til Perú sem var dreift á skóla og heimili. Sigrún fékk að gjöf maísstöngla. Þær nöfnur hittust síðan þar, eftir 50 ár. Þá var sagan komin í hring. Sigrún Klara verður áttræð á næstunni og vill endurtaka leikinn og safna. Nú er áhersla á verkefni um að kenna börnum í fjallaþorpi, sem Daníel vill koma á með áherslu á handverk Indíána. Og að gera tilraun með að rækta ávexti í fjöllunum. Sigrún Klara býður Alfakonum til málþings 9. október nk. um barnabækur og að því loknu í partý í tilefni af 80 ára afmæli sínu. Hún afþakkar gjafir og blóm en þiggur gjarna framlög í Perú verkefnið. Hægt er að leggja inn á reikningsnúmer.
2.
Ingibjörg Elsa, formaður laganefndar og uppstillinganefndar, kynnti nefndarstörf innan DKG. Kjarninn er deildarstarfið, en síðan er landssambandið sem hefur sínar fastanefndir, skipaðar til tveggja ára. Ísland er stærsta félagið í Evrópu og því höfum við rödd í alþjóðastarfinu.
Menntamálanefndin (Educational excellence committee) sem sér um faglega dagskrá fyrir ráðstefnur og þing. Verkefni sem tengjast t.d. löggjöf og umsögnum um slíkt og beita sér fyrir verkefnum sem efla fræðslumál.
2025 verður kosið í nefndina á ný.
Félaga- og útbreiðslunefnd uppfærir handbókina og félagatal, vinnur að stofnun nýrra deilda og ráðgefandi um heiðursfélaga.
Samskipta- og útgáfudeild sér um útgáfu fréttabréfsins. Zeta deildin hefur tekið það verkefni að sér.
Námsstyrkjanefnd er í samskiptum við styrkjadeild landssamtakanna og fylgist með hvaða styrkir eru í boði hverju sinni. Styrkir eru afhentir á þingi landssamtakanna. Sjá nánar á vefnum. Getur verið fyrir mastersnema eða doktorsnema.
Laganefndin passar upp á að okkar lög séu í samræmi við lög alþjóðasambandsins, þýða okkar lög og senda út. Samræmi milli laga, reglugerða og handbókar. Hægt er að gera tillögur um breytingar sem nefndin fer yfir og síðan tekið fyrir á þingi. Allir meðlimir geta gert tillögur að breytingum hjá alþjóðasambandinu.
Uppstillinganefnd gerir tillögur um frambjóðendur til stjórnar og embætti og stillir upp fólki. T.d. í stjórn landssambandins.
Í nefndunum felast skemmtilegar áskoranir og jafnvel inn í alþjóðasambandið og stjórn þess.
Rætt var um að auglýsa mætti betur þá námsstyrki sem eru í boði fyrir félagskonur og hvenær eigi að sækja um, því þeir eru rausnarlegir. Stjórnir mættu auglýsa betur styrki innan deilda á vegum alþjóðasambandsins. Ingibjörg benti á að til sé gátlisti með dagsetningum fyrir stjórnir til að miðla innan deilda.
Ingibjörg hefur reynslu af því að vera formaður stjórnar Alfa í tvö ár og síðan í kjölfarið fjögur ár landssamtakanna. Mælir með því og að vera með í nefndum. Það eflir tengslanetið og viðburðir bera keim af því að hópurinn hefur sameiginlegan grunn. Líka þegar alþjóða-ráðstefnurnar og innanlandsþingin eru haldin.
3:
Málfríður kom inn í deildina 2018 og langaði til að kynnast betur samtökunum. Gaf þess vegna kost á sér í stjórn landssambandsins. Á framkvæmdaráðsfundi, þar sem sitja m.a. formenn deilda, 2. september s.l. var samþykkt framkvæmdaáætlun þar sem leggja á áherslu á eftirfarandi.
- Framkvæma könnun meðal félagskvenna á hug þeirra til DKG, hvaða áherslur eigi að hafa, hvað má betur fara, og starfið sjálft.
- Sýnileiki í íslensku samfélagi.
- Samtökin láti sig menntamál meiru varða. Einstaka deildir geta sótt um styrki til að halda viðburði sem styðja við fræðslumál. Málfríður benti á að Epsilon deildin stæði fyrir málþingi um læsi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 26. október n.k.
Málfríður minnti jafnframt á Kvennafrídaginn þann 24. október næst komandi og Golden Gift leiðtoganámskeið í Texas á næsta ári. Þetta eru viku löng leiðtoganámskeið sem haldin verða Í júlí 2024 í USA. Ferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu en námskeiðsgjald er 600 dollarar. Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu samtakanna, DKG.org, undir application form, DKG Ignite Application (LMS). Umsóknarfrestur til 1. des.
Einnig var rætt um stórafmæli framundan.
Þær sem kynntu fengu afhenta rós.
Starfið framundan:
1/11: Heimsókn í Tækniskólann (kl. 15-17).
25/11: Jólafundur í Hannesarholti.
Verið er að móta starfið á vorönn, meðal annars stendur til að skoða Eddu.
Fundi lauk kl. 18:00.
Fjóla María Lárusdóttir ritaði fundargerð.
Síðast uppfært 30. okt 2023