Markmið og stefna Epsilondeildar

Markmið. stefna og sýn Epsilon-deildar er í samræmi við markmið, stefnu og sýn alþjóðasamtaka Delta Kappa Gamma sem eru eftirfarandi:

Stefna  samtakanna:

„Alþjóðasamtökin Delta Kappa Gamma stuðla að auknum fræðilegum og persónulegum þroska kvenna í fræðslustörfum og gæðum í menntun og uppeldisstörfum“.


Markmið samtakanna:

  • Að stuðla að alþjóðasamstarfi kvenna í fræðslustörfum.
  • Að heiðra konur sem standa eða hafa staðið framarlega á sviði menntamála/fræðslumála eða eru að vinna markverð störf í þágu þeirra.
  • Að efla starfsáhuga og stöðu kvenna í fræðslustörfum.
  • Að stuðla að æskilegri lagasetningu og styðja framgang hvers konar viðleitni til hagsbóta fyrir menntamál/fræðslumál almennt og fyrir konur í fræðslustörfum.
  • Að veita konum, sem skara fram úr í menntamálum, styrki til framhaldsnáms í háskóla og styrkja konur í  fræðslustörfum utan samtakanna.
  • Að efla persónulegan og faglegan þroska félagskvenna og hvetja þær til virkni.
  • Að fræða félaga um það sem efst er á baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna.

Sýn Delta Kappa Gamma kvenna er að vera:

Forystukonur í fræðslustörfum sem geta haft áhrif á menntun um víða veröld


Síðast uppfært 23. okt 2016