Nú styttist í næsta fund okkar.

Hann verður haldinn í Miðbæjarskólanum 09. 12. nk. og hefst kl. 19:00. (ATH. Fundurinn hefst hálftíma fyrr en áður hafði verið boðað).

Dagskrá fundar verður sem hér segir:

1. "Matarsamvera". Stjórnarkonur annast veitingar á þessum fundi. Boðið verður upp á ljúffenga súpu með heimabökuðu brauði.
2. Fundarsetning.
3. Orð til umhugsunar. Kolbrún Pálsdóttir flytur orð til umhugsunar.
4. Inntaka nýrra félaga. Ingibjörg Einarsdóttir annast inntöku nýrra félaga ásamt stjórn
5. Jólasöngvar. Elísabet Þ. Harðardóttir leiðir fundarkonur í söng og leikur undir á píanó.                                                                        
6. Gestur fundarins, Gerður Kristný rithöfundur les úr verkum sínum.
7. Önnur mál.
8. Jólasöngvar. Elísabet Þ. Harðardóttir leiðir fundarkonur í söng og leikur undir á píanó.
10. Fundarlok áætluð kl. 21:30.

Vilji svo óheppilega til að einhverjar félagskvenna geti ekki mætt á fundinn bið ég þær að láta vita, en hlakka annars til að hitta ykkur á fimmtudag.

Með kveðju,
Iðunn Antonsdóttir