Starfsemi Lambda vorið 2021

Frá formanni 8. febrúar 2021
Við í stjórninni erum búnar að skipuleggja fjóra fundi núna á vorönn:
  1. fundur mánudaginn 22. febrúar kl. 17 heima hjá 
    Sigurborg
    u að Sautjándajúnítorgi 7, 210 Garðabæ. 
    Birna
     mun segja okkur frá U3A - Háskóla þriðja æviskeiðsins.
  2. fundur miðvikudaginn 24. mars kl. 17 í listasafni Einars Jónssonar. 
    AlmaDís
     ætlar að fræða og leiða okkur um safn Einars Jónssonar.
  3. fundur þriðjudaginn 20. apríl kl. 17 í Námsflokkum Reykjavíkur (
    Námsflokkar Reykjavíkur
    ). Ólöf Sigurðardóttir fv. skólastjóri Flataskóla ætlar að segja okkur frá ferð þeirra mæðgna til S-Afríku þar sem þær fóru með tölvur og spjaldtölvur frá Íslandi og kenndu börnum á þær.
  4. fundur mánudaginn 10. maí verður haldinn í Urriðaholtsskóla við Vinastræti í Garðabæ. Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri Urriðaholtsskóla ætlar að sýna skólann og segja frá skólastarfinu. Í framhaldi af heimsókninni verður lagt til að borða saman á veitingahúsinu Sjálandi í Garðabæ.