Breytingar á starfi Deltadeildar vegna Covid-19

Vegna Covid-19-faraldursins, sem nú setur öllu félagsstarfi skorður, verður áætluðum fundum Deltadeildar á vori komanda, aðalfundi 16. apríl og fundi með Lambdakonum frestað um óákveðinn tíma. Vorráðstefnu Landssambands DKG á Íslandi, sem vera átti í Borgarnesi laugardaginn 9. maí 2020  hefur verið frestað til laugardagsins 12. september 2020 í Borgarnesi. Áætlað er að hlutverk Deltadeildar muni þar verða það sama og hefði ráðstefnan verið nú í vor og rætt hefur verið. Stjórn Deltadeildar hittist á fjarfundi í kjölfar páskahátíðarinnar og leggur á ráðin um útfærslu á starfi deildarinnar þegar aðstæður í samfélaginu okkar leyfa og við getum staðið fyrir samverustundum þeim, sem eru svo mikill hluti félagsstarfsins og mikilsverður tilgangur þess. Stjórnin sendir öllum systrum samtakanna heillakveðjur á erfiðum tímum og gefur út nánari forskrift að næstu skrefum Deltadeildar eftir páskahátíðina.