Deildarfundur 17. mars 2012

Miðvikudaginn 17. mars 2021 komu Deltakonur saman til fundar á Akranesi í Breiðinni, Nýsköpunarsetri Vesturlands. Á dagskrá fundarins voru tvær kynningar auk hefðbundinna fundarstarfa. Gísli Gíslason stjórnarformaður Nýsköpunarsetur Vesturlands kynnti áhugaverða og spennandi starfsemi setursins og það sem fram undan er og Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdarstjóri Símenntunarstöðvar Vesturlands sagði frá fjölbreyttri starfsemi stöðvarinnar en meginmarkmiðið er
að ná til fólks sem ekki hefur lokið námi. Símenntunarstöðin mun hafa aðsetur á Breiðinni.

Á fundinum fór Jónína Eiríksdóttir fráfarandi formaður yfir síðasta starfsár sem var óvenjulegt ár vegna Covid. Deildin hefur ekki getað hist síðan í febrúar 2020 en Teams fundir voru haldnir á árinu og gengu þeir vel. Jónína bauð nýja stjórn velkomna til starfa undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur en með henni í stjórn eru Halldóra Jónsdóttir varaformaður, Valgerður Janusdóttir ritari og Elísabet Jóhannesdóttir.

Undir liðnum Hver er ég? sagði Halldóra Jónsdóttir frá uppruna sínum, námsárum, starfsferli og áhugamálum. Theodóra Þorsteinsdóttir var með Orð til umhugsunar að þessu sinni og ræddi þar væntanleg starfslok sín sem skólastjóri Tónlistaskóla  Borgafjarðar. Hún sagðist sátt við lífsstarfið og hlakka til komandi ára.

Að fundi loknum snæddu fundarkonur ljúffenga smáréttir, ánægðar með fróðlegan og gefandi fund í raunheimum.
Happadrættið okkar var undir borðhaldi og var sú heppna Brynja Helgadóttir.

Jónína Erna Arnardóttir

Gísli Gíslason

Inga Dóra Halldórsdóttir

Halldóra Jónsdóttir

Theodóra Þorsteinsdóttir

Jónína og Jónína Erna