Fréttir af deildarfundum í Deltadeild í október og nóvember 2022

Tveir fundir voru haldnir á haustönn þessa starfsárs, sá fyrri á Laxárbökkum þann 13. október og hinn síðari í Háskólanum á Bifröst þann 16. nóvember. Jólafundurinn sem halda átti í Reykholti féll niður vegna veðurs.

Halldóra JónsdóttirÁ Laxárbökkum setti Halldóra Jónsdóttir sinn fyrsta fund sem formaður Deltadeildar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi síðastliðið vor. Eftir að hafa kveikt á kertum fór hún yfir skipulag funda í vetur, fundargerð síðasta fundar og fréttir frá landssambandinu en Halldóra sótti fund Framkvæmdaráðs DKG í september ásamt Elísabetu Jóhannesdóttur varaformanni Deltadeildar. Einnig minnti hún á að frestur til að sækja um í 2. hluta Lucile Cornetet sjóðsins rennur út 1. nóvember.

Dóra Líndal HjartardóttirGestur fundarins að þessu sinni var Dóra Líndal Hjartardóttir frá Vestri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit. Dóra er tónmenntakennari eer nú hætt kennslu vegna aldurs. Hún situr alls ekki auðum höndum því hún er mikil hannyrðakona og er að gera margt spennandi með ullina og fer þar ótroðnar slóðir. Dóra flutti okkur erindi um ullina og sagði frá ráðstefnu á Gotlandi sem hún sótti nýlega. Hún sýndi okkur hvernig hún spinnur úr ullinni og bauð okkur að prófa við góðar undirtektir fundarkvenna.

Jensína Valdimarsdóttir flutti Orð til umhugsunar og fjallaði þar um væntanleg starfslok eftir 50 ára starfsævi. Það átti því vel við að hún skyldi fá vinninginn í okkar hefðbundna happdrætti sem dregið var í meðan á kvöldverði stóð.

 Jensína Valdimarsdóttir Sjöfn Vilhjálmsdóttir og Dóra Líndal Hjartardóttir   Soffía Sigurjónsdóttir og Dóra Líndal Hjartardóttir   Ruth Jörgensdóttir Rauterberg

 

                                       Fundurinn á Bifröst

Elísabet JóhannesdóttirHalldóra formaður setti síðari fund haustsins sem haldinn var á Bifröst og Elísabet kveikti á kertum. Halldóra las nokkur erindi frá aðalstjórn og bauð svo gest fundarins Margréti J. Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst velkomna og þakkaði henni fyrir að taka á móti okkur. 

Halldóra Jónsdóttir og Margrét J. Njarðvík

Margrét byrjaði sitt erindi á að segja frá nánum tengslum sínum við Borgarfjarðarhérað. Hún fór síðan yfir sögu og samfélagslega þýðingu skólans áður en hún sagði frá núverandi starfsemi hans og markmiðum. Einkenni skólans er og hefur verið að hann lagar sig að þörfum samfélagsins. Nemendur eru nú um 1100 á ársgrundvelli og um 70% þeirra eru konur. Gildi skólans nú eru samvinna-ábyrgð-frumkvæði. 

Jónína EiríksdóttirEftir mjög áhugavert erindi Margrétar var fundi slitið og haldið að Hraunsnefi þar sem var borðað. Jónína Eiríksdóttir flutti orð til umhugsunar og þar leiddi hún hugann að stöðu flóttafólks frá Úkraínu sem á sér skjól hér á Bifröst og hvernig við Íslendingar tökum á móti þeim. Við sem erum alinn upp við að allir eigi jafnan rétt og möguleika. Hún vitnaði í kver sem innihélt fyrirlestur Ólafs Ólafssonar prests frá 1891 sem fjallaði um kjör olnbogabarna og mikilvægi aukinna kvenréttinda.

Happdrættið var á sínum stað og fékk Sóley vinninginn að þessu sinni. Eftir skemmtilega samveru var kvaðst og hver hélt til síns heima.

Fréttin er unnin upp úr fundargerðum fundanna,  ÁE