Fundur í Deltadeild 2. febrúar 2023

Guðlaug Sverrisdóttir

Fyrsti fundur ársins í Deltadeild var haldinn á Garðavöllum, Akranesi 2. febrúar 2023. Halldóra Jónsdóttir formaður setti fund og Guðlaug Sverrisdóttir kveikti á kertum. Halldóra ræddi m.a. komandi aðalfund og Landssambandsþing DKG í maí og hvatti konur til þátttöku. Ennfremur hvatti hún konur til að gerast aðilar að Facebook síðu Delta Kappa Gamma á Íslandi og Facebook síðu Delta deildar.

Þar sem veður var óhagstætt þennan dag komust ekki allar Deltakonur til fundarins sem höfðu ætlað að mæta. Meðal þeirra var Sigrún okkar Jóhannesdóttir en hún var með aðalerindi fundarins Delta Kappa Gamma - Hvað sækjum við þar? - Viðhorf, menntun, skemmtun? Við eigum það því inni og hlökkum til að hlýða á Sigrúnu þegar þar að kemur.

Jónína Erna Arnardóttir og Elísabet Jóhannesdóttir

Við fylgdum þeirri hefð að ræða valdar jólabækur á fyrsta fundi nýs árs og stýrði Jónína Erna Arnardóttir umræðum um bækurnar Hamingja þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur og Álfadalur eftir Guðrúnu J. Magnúsdóttur. Líflegar umræður voru um bækurnar og fram komu mismunandi skoðanir og upplifanir við lesturinn en almennt var álitið að höfundum hefði tekist vel með höfundarverk sín.

Gunnhildur Björnsdóttir

Gunnhildur Björnsdóttir flutti Orð til umhugsunar þar sem hún velti fyrir sér hvað gerir mann að góðri manneskju sem er hennar leiðarljós í lífinu. Hún sagðist hafa tileinkað sér úr föðurgarði ljóðlínu úr ljóði eftir Vilhjálm Vilhjálmsson: Allt hið góða í heimi haldi í hönd á þér og með þér sé.

Happdrættið var á sínum stað og að lokinni hefðbundinni dagskrá var borinn fram dýrindis kvöldverður. Formaður sleit fundi um kl. 20:00 og konur héldu til síns heima.

Jensína Valdimarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir

Ásta Egils og Jónína Erna Arnardóttir 

 Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, Guðlaug Sverrisdóttir og Gunnhildur Björnsdóttir Gunnhildur Björnsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir og Jónína Eiríksdóttir Elísabet Jóhannesdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg

Fréttin er unnin upp úr fundargerð fundarins. ÁE