Fyrsta deildarfundi starfsársins 2020-2021 frestað

Fyrsta fundi Deltadeildar, sem vera átti fimmtudaginn 27. ágúst 2020 er frestað um óákveðinn tíma. Þann 20. ágúst s.l. hittust bæði fráfarandi og ný stjórn Deltadeildar og ákváðu að fresta fyrsta fundi deildarinnar að minnsta kosti fram í byrjun október eða þar til aðstæður í samfélaginu leyfa.
Frestun félagsfundar var ákveðin í ljósi aðstæðna í Covid-málum, þar sem stjórnunum fannst einróma að Félag kvenna í fræðslustörfum ætti að sýna gott fordæmi og bíða með félagsstarf, sem að mestu byggist á nærveru og samskiptum á fundum og getur beðið á meðan hætta er á ferðum hvað varðar heilsu þeirra, sem mæta á fundi - og um leið heilsu annarra.

Jónína Eiríksdóttir, fráfarandi formaður.