Fyrsti fundur vetrarins

Fyrsta efni fundarins var kynning Elínar Kristinsdóttur kennara í Grunnskóla Borgarness á „Búbblunni“ í starfi sínu með nemendum. Elín kynnti sig og sagði frá slökunartímum, Hugarró og velferð, sem hún býður nemendur og starfsmönnum skólans að taka þátt í. Skólinn hefur stutt hana í verkefninu, sem hún byggir á meistaraverkefni sínu í Jákvæðri sálarfræði. Mikil ánægja er með verkefnið og þátttaka góð, en þátttakan er valfrjáls.

 Formaður bar upp nafnakall og kveðjur frá fjarstöddum félagskonum og greindi frá því að Inga Stefánsdóttir hefur hætt í deildinni og eru henni þakkað gott framlag til félagsstarfsins á liðnum árum. Gestur fundarins var Gunnhildur Björnsdóttir grunnskólakennari við Grundskóla á Akranesi. 

Skilaboð voru borin frá landsambandsstjórninni, m.a. rætt um "Þekkingarforðann" og Evrópuþingið 25-27 júlí 2019, en Jónína formaður sótti framkvæmdaráðsfund 8. september s.l. Fyrsti stjórnarfundur vetrarins var haldinn í landnámssetrinu 4. september og stjórnarfundur/framkvæmdaráðsfundur Deltadeildar var haldinn heima hjá Sóleyju 10. sepbember. Stjórnin hefur skipt með sér verkum Jónína Eiríksdóttir formaður, Þórunn Reykdal varaformaður til eins árs, Dagný Emilsdóttir ritari og Jónína Erna Arnardóttir meðstjórnandi. Jónína Erna og Þórunn munu skipta sæti næsta haust.

Yfirlit yfir starfið og áætlaða vetrardagskrá var lögð fram og rætt að efla þurfi vefsíðumálin. Í vetur munu tveir vefritarar taka við keflinu, sem vonandi veriður til bóta.

Jóhanna Karlsdóttir sagði svolítið frá sjálfri sér og valdi lag til að syngja. Afmælisbörnum sem fylltu tug í ár og í fyrra voru færðar rósir og myndataka af hópnum.  Undir borðhaldi var svo happdrættið góða og gestur fundarins fékk hnossið.