Ný stjórn Deltadeildar tekin til starfa

Ný stjórn Deltadeildar (sjá forsíðu Deltadeildar) hefur tekið til starfa þó svo formlegum aðalfundi sé enn ólokið vegna aðstæðna í þjóðfélaginu af völdum Covid-19. Nýja stjórnin mun funda fljótlega og setja saman starfsáætlun vetrarins sem send verður út til félagskvenna. Aðalfundur verður haldinn svo fljótt sem aðstæður leyfa þar sem skýrsla formanns, reikningar gjaldkera og skýrsla vefaranna verða bornar fram til skoðunar og samþykktar. Vonandi næst að halda fundinn fyrir jól.

Í pósti sem Jónína Erna, nýr formaður Deltadeildar, sendi til Deltakvenna hvatti hún þær til að heimsækja vef DKG og kynna sér hið fjölbreytta efni sem þar er að finna, hvort sem er frá Deltadeild, landsstjórninni eða hinu alþjóðlega starfi. Einnig hvatti hún félagskonur til að skoða styrkina sem í boði eru á https://www.dkg.is/is/styrkir. Jónína Erna sagði ennfremur frá fyrirhuguðu vorþingi DKG í Reykjanesbæ næsta vor og alþjóðaráðstefnu sem haldin verður í Tampere í Finnlandi 28.-31. júlí 2021.