Sameiginlegur fundur Delta og Lambda 14. mars, kl. 18.00

Fimmtudaginn 14. mars kl. 18 verður sameiginlegur fundur Delta og Lambda deilda. Fundurinn hefst í ráðgjafarfyrirtækinu Capacent, Ármúla 13 í Reykjavík. Kynning verður á fyrirtækinu, sérstaklega ráðgjöf til fyrirtækja, sem byggir á hugmyndafræðinni "Design Thinking"Hlín Helga Guðlaugsdóttir tekur á móti hópnum. 
Sameiginlegur fundur deildanna verður svo haldinn í Stakkahlíð, húsi Menntavísindasviðs HÍ.  Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið HÍ, flytur sitt mál, segir frá nýja starfinu við Menntavísindasvið HÍ,  helstu áherslum og hvað er framundan.