5. fundur 2012-2013 og vorferð í Stykkishólm 1. júní

 DAGSKRÁ Reykjavíkur- og Akraneskonur hitta Borgfirðinga á Hyrnutorgi - Brottför úr Borgarnesi 11:00 Örhressing í N1 í Stykkishólmi (pylsa og þess háttar) og skoðun Eldfjallasafnsins kl 12:30 aðgangur kr 600,- / mann Þaðan er haldið í Leir 7, Aðalgötu 20, skoðum þar vinnustofu og verslun Sigríðar Erlu Guðmundsóttur að því loknu sjáum við til hvernig landið liggur, e.t.v. í Gallerí Bragga Aðalgötu 28. Listakonan þar er í USA, en haft verður samband við hana á föstudaginn. Fundur kl 15:00 uppi á lofti í Narfeyrarstofu, sjávarréttasúpa og brauð, kr. 1.450,-       Norska húsið  opnar nýja sýningu kl 15:00 - opið til kl.  17:00 Þar ræður ríkjum Alma Dís Kristjánsdóttir DKG kona í Lamda-deild (flutti fyrir ári síðan í Hólminn). Þar sem opna á sýningu á munum Steinþórs Sigurðssonar leikmyndateiknara, sem er frá Stykkishólmi og 80 ára um þessar mundir. Vegna opnunarinnar getur Alma Dís ekki tekið á móti hópnum sérstaklega (sem hún hefði gjarnan viljað geta gert). Skv uppl. á vef Hólmara kostar 800/mann þarna inn. Að súpufundi loknum geta þær konur sem hafa tíma til skoðað sýninguna í Norska húsinu áður en heim verður haldið.