Vorfundur Deltadeildar 2021

Vorfundur Deltadeildar haldinn miðvikudaginn 2. júní 2021 á fallegu heimili Dagnýjar Emilsdóttur og Geirs Waage í Reykholti. Áður en formlegur fundur hófst bauð Dagný félagskonum upp á kaffi og konfekt.
Á fundinum las Jónína Eiríksdóttir fráfarandi formaður Deltadeildar upp skýrslu stjórnar árin 2019-2021 en lítið hefur verið um fundi s.l. 2 ár vegna Covid. Hún afhenti fráfarandi stjórnarkonum og vefstjórum rósir með þökkum fyrir samstarfið í formannstíð hennar. Síðar á fundinum afhenti hún Jónínu Ernu, nýjum formanni, formannsnælu. Jónína minntist einnig Deltakonunnar Kristínar R. Thorlacius sem lést 2019.
Ásta Egilsdóttir kynnti uppfært vefsvæði Deltadeildar á vefnum dkg.is og Sóley Sigurþórsdóttir gjaldkeri lagði fram ársreikninga Deltadeildar fyrir starfsárin 2018 -2020 sem samþykktir voru samhljóða.
Halldóra Jónsdóttir flutti Orð til umhugsunar þar sem hún ræddi m.a. um mikilvægi læsis og að í Covid höfum við lært að meta mikilvægi vináttu og nálgunar.
Að loknum fundi var gengið til kvöldverðar á Fosshótelinu í Reykholti þar sem m.a. var dregið happrættinu okkar góða og var Jónína Erna formaður sú heppna í þetta sinn.
Deltakonur héldu síðan glaðar og sáttar út í sumarið með tilhlökkun í hjarta yfir komandi starfsári.

vorfundur_2021

Halldóra Jónsdóttir o.fl.