2. fundur Mýdeildar 26. sept 2011

Annar fundur Mýdeildar var haldinn í Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar tók ein félagskona, Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir á móti okkur og sagði m.a. frá barnastarfinu sem unnið er á safninu. Var mjög áhugavert að hlýða á hana og greinilega verið að gera mjög góða hluti þar. Að lokum fór hún með félagskonur í skoðunarferð um safnið og meðal annars þóttu Prentskilin í kjallaranum afar merkileg og fannst nokkrum erfitt að mega ekki fletta og skoða, en margt áhugavert bar fyrir augu þar.
Föstu liðirnir, "orð til umhugsunar" og "sögukafli af sjálfri mér" voru á sínum stað og sáu stjórnarkonurnar Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðný Sigríður Ólafsdóttir um þá í þetta sinn.
Næsti fundur Mýdeildar verður á Dalvík, þriðjudaginn 25. október næstkomandi, og munu konur við utanverðan Eyjafjörð sjá um þann fund.