Vetrarstarfið

Vetraráætlun 2019-2020

 

Hér eru upplýsingar í stuttu máli um fundi Mýdeildar. Nánari upplýsingar um fundina er að finna í fundargerðum.

Vetraráætlun 2018-2019 

Hér eru upplýsingar í stuttu máli um fundi Mýdeildar. Nánari upplýsingar um fundina er að finna í fundargerðum.

Vetraáætlun 2017-2018

Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í dásamlegu umhverfi að Völlum í Svarfaðardal þann 12. september 2017. Auk hefðbundinna fundarstarfa var m.a. rætt um hvað ætti að fjalla um á fundum vetrarins og fyrirhugað samræðuþing þann 5.október. Konum var raðað í undirbúningshópa með því að láta þær draga spil.

Á Völlum 12. september 2017

 

Annar fundurinn var haldinn í Kjarna, húsi NFLA í Kjarnaskógi. Á fundinum hélt Anna Guðmundsdóttir fyrirlestur sem hún kallaði Nám um hamingju og velferð: Jákvæð sálfræði og gróskuhugarfar. Í fyrirlestrinum kynnti hún kenningu Carol Dweck um að til sé tvenns konar hugarfar; gróskuhugarfar og festuhugarfar. Sá sem hefur gróskuhugarfar trúir því að hann geti þróað hæfileika sína meðan sá sem hefur festuhugarfar álítur að hæfileikar séu meðfæddir og lítið sé hægt að þroska þá eða breyta. 

Þriðji fundur vetrarins var sameiginlegur jólafundur Beta- og Mýdeildar haldinn að Brúnum í Eyjafjarðarsveit 30. nóvember. Á fundinn kom góður gestur, Jóna forseti landsambandsins. Hún minnti á markmið DKG en þau eru sjö og snúast um hvernig við getum hjálpað hver annarri til áhrifa og stutt menntamál. Hún lagði áherslu á að konur stæðu saman og styddu hver aðra. Rósa Kristín Júlíusdóttir sagði líka á skemmtilegan hátt frá jólum sínum í Perugia á Ítalíu árið 1968.

Fjórði fundurinn var 15. janúar 2018 og hann var haldinn í skólastjórabústaðnum á Þelamörk. Þetta var svokallaður bókafundur en þar sögðu konur frá áhugaverðum bókum sem þær höfðu lesið nýlega og farið var í bókaleiki.

Katrín Fjóla og Ólöf Inga á bókafundinum 2018

 

Á fimmta fundi vetrarins þann 22. febrúar sagði Ingileif Ástvaldsdóttir frá ferð sinni á 3rd EI World women´s Conference sem haldin var í Marrakesh 5.-7. febrúar 2018 og sýndi myndir úr ferðinni. Þetta var mjög áhugaverð ráðstefna en þema hennar var Finding a way through the labyrinth: women, education, unions and leadership.

Fundur 22. febrúar 2018

 

Sjötti fundurinn var haldinn í Glerárskóla 10. apríl og þar kynnti Björg Eiríksdóttir meistaraprófsverkefnið sitt Ég sé með teikningu: Mótun námsefnis í samvinnu við nemendur. Tilgangurinn með því er að efla myndlistarkennslu á framhaldsskólastigi og koma til móts við þörf fyrir námsefni í teikningu hér á landi.

Síðasti fundurinn og sá sjöundi var haldinn á kaffihúsinu Gísli, Eiríkur, Helgi á Dalvík. Bryndís Björnsdóttir, formaður Mýdeildar, flutti skýrslu um vetrarstarfið sem hefur verið fjölbreytt og gefandi og gjaldkeri deildarinnar, María Aðalsteinsdóttir, kynnti reikninga. Katrín Fjóla Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar og lagði út frá ljóðinu Mamma eftir Sumarliða Halldórsson. Tvær nýjar félagskonur voru teknar inn og ný stjórn var kynnt til sögunnar. Í henni eru Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, formaður, Petrea Óskarsdóttir, Ragnheiður Þórsdóttir og Þuríður Rósenbergsdóttir. 


Síðast uppfært 01. okt 2019