Konfektið

Þegar Facebook síða hópsins var stofnuð í upphafi ársins 2013 varð til hugmynd að verkefni sem gengur undir nafninu Konfektið. 


Markmið verkefnisins er að miðla þekkingu, auka umræðu og efla tengsl milli deildarkvenna með því að virkja þær til þátttöku á Facebook síðu hópsins, deila efni í fréttabréfi deildarinnar og ræða um efnið á félagsfundum. Einnig æfast konurnar í notkun Facebook og geta orðið færari í notkun þessa miðils í störfum sínum.

Konurnar innan deildarinnar skiptast á við að setja ein slóð á viku með áhugaverðu efni um menntun inn á Facebook síðu Mý deildarinnar. Sá fróðleiksmoli gengur undir nafninu konfektmolinn.

Lögð er áhersla á að molinn sé ekki stór samantekt eða mikil skrif. Konur deila því sem rekur á fjörur þeirra eða því sem þær eru að fást við (td. frétt af heimasíðu skólans/vinnstaðarins).

Í fréttabréfum Mýdeildar birtast yfirlit yfir slóðirnar (molana) sem hafa birst frá því að fréttabréf var síðast gefið út. Þannig ná allar deildarkonur að fylgjast með þótt þær séu ekki á Facebook. Yfirlitið í fréttabréfinu er kallað konfektkassinn

Í upphafi voru áform um að einhvern tímann á starfsárinu yrðu hópumræður tengdar efninu sem hefði safnast saman í konfektkassana. Þær umræður myndu þá ganga undir nafninu konfektveislan. Enn hefur ekki orðið af slíkri veislu. 

Hér er yfirlit yfir verkefnið.

Hér er yfirlit yfir hverjar setja efni inn á vorönninni 2014.

Og hér er yfirlit yfir hverjar setja efni inn á haustönn 2013. 

Hér er yfirlit yfir hverjar settu efni inn á vorönn 2013



Síðast uppfært 20. mar 2014