3. fundur Mýdeildar 26. okt 2011

Þriðji fundur Mýdeildar var haldinn í Ráðhúsi Dalvíkur á miðvikudaginn var, 26. okt. Gestur fundarins var Svanfríður Jónasdóttir, en hún fræddi konur um rammaáætlun um vernd og nýtingu
náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Dagbjört Ásgeirsdóttir flutti "sögukorn af sjálfri mér" og Anna María Sigurðardóttir flutti "orð til umhugsunar". Allt voru þetta afar fróðleg og skemmtileg erindi.
Jakobína gjaldkeri fór aðeins yfir stöðu mála varðandi kennitölu deildarinnar og árgjald, en tölvupóstur með reikningsnúmeri ætti að berast fljótlega svo hægt sé að borga árgjaldið í heimabanka.

Næsti fundur verður í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri, en það verður jólafundur í samstarfi við Beta deild DKG.