Björg Eiríksdóttir úr Mýdeild valin bæjarlistarmaður Akureyrar 2018-19

Á Vorkomu Akureyrarstofu þann 19. apríl 2018 var tilkynnt að Björg Eiríksdóttir kennari við VMA og félagskona í Mýdeild hefði verið valin bæjarlistarmaður Akureyrar 2018-2019. Björg hefur fjölbreytta menntun á sviði fagurlista og hefur haldið um 8 einkasýningar. Verk hennar eru af ýmsum toga, s.s. málverk, útsaumur, þrykk, ljósmyndir og vídeó. Á starfslaunatímanum mun Björg undirbúa nýja einkasýningu sem byggir á meistaraprófsrannsókn hennar en í henni fjallaði Björg um samskipti manna við umhverfi sitt í gegnum skynjun líkamans. Við Mýdeildarkonur óskum Björgu innilega til hamingju með þennan heiður.