Dagskrá og staðsetning fyrsta fundar

Frá fyrsta fundinum í fyrra. Skógargöngu í Reykhúsaskógi
Frá fyrsta fundinum í fyrra. Skógargöngu í Reykhúsaskógi
Nú líður að fyrsta fundi vetrarins og deildarkonur hafa fengið tölvupóst frá formanni með staðsetningu og dagskrá fundarins.  Fundurinn verður haldinn 22. september kl. 19:00-21:00 að Bakkahlíð 43 en það er heima hjá fráfarandi formanni deildarinnar, Jenný Gunnbjörnsdóttur. Deildarkonur er beðnar um að tilkynna forföll tímanlega til formanns Ingibjargar Margrétar Magnúsdóttur. Netfang hennar er imm@unak.is. 

Dagskrá fundarins er: 
1. Setning fundar. 
2. Nýr formaður fær nælu. 
3. Lestur fundargerðar síðasta fundar. 
4. Orð til umhugsunar: Ingibjörg Margrét. 
5. Leikur og söngur: Ragnheiður Júlíusdóttir. 
6. Skipulag vetrarins, nýjungar í starfinu, hugmyndavinna og fleira. 
7. Fundi slitið. 

Hlökkum til fyrsta fundar og starfsins í vetur.